Í Evrópusambandinu gilda vísindalegar viðmiðanir til að sanngreina innkirtlatruflandi efni frá 7. júní 2018 fyrir sæfivörur (framseld reglugerð (ESB) 2017/2100) og frá 10. nóvember 2018 fyrir plöntuverndarvörur (reglugerð (ESB) 2018/605). Í júní 2018 birtu Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) og Efnastofnun Evrópu (ECHA) leiðbeiningarskjal þar sem veitt var ráðgjöf um framkvæmd viðmiðana til að greina innkirtlatruflandi efni.

Að meta innkirtlatruflandi eiginleika efnis er vísindalega flókið og Evrópusambandið er í fararbroddi við greiningu innkirtlatruflandi efna í eftirlitsskyni. Þjálfunin mun beinast að framkvæmd nýju viðmiðananna til að greina innkirtlatruflandi efni með því að beita leiðbeiningunum. Starfsfólk Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og Efnastofnunar Evrópu mun veita þjálfunina og miðar að því að kynna matsmönnum frá lögbærum yfirvöldum aðildarríkjanna matsáætlun leiðbeininganna og hvernig á að beita henni í reynd í samræmi við viðmiðanirnar.

Enn fremur er þjálfuninni ætlað að stuðla að samræmdri framkvæmd viðmiðananna og leiðbeininganna meðal aðildarríkjanna og í öllum geirum sæfiefna og plöntuverndarvara.